Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eyrún með 39 stig í ótrúlegum UMFN sigri
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 12:04

Eyrún með 39 stig í ótrúlegum UMFN sigri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var boðið uppá rosalega dramatík fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni þegar UMFN stúlkur í 9.flokki sigruðu Grindavíkurmeyjar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. 

Eftir miklar sveiflur sigruðu Njarðvíkurstelpur 58-55 eftir ótrúlega magnaðan síðari hálfleik.  Fjölmenni var á leiknum, á annað hundrað manns og stemmingin gríðarlega mikil undir lokin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar stelpur sigra lið Grindavíkur og um leið tryggðu þær sér sæti í bikarúrslitum.
Þær grindvísku leiddu allan fyrri hálfleik og komust mest í 15 stiga forskot, 22-37. Þær leiddu síðan 45-52 þegar um 3mínútur voru eftir.  Þá kom hinn ótrúlegi kafli UMFN liðsins, stelpurnar skoruðu 11-0 á skömmum tíma og breittu stöðunni í 56-52 sér í vil.  Hreint ótrúlegur viðsnúningur en það var Fanney Hrannarsdóttir sem kom UMFN yfir 53-52 eftir sóknarfrákast.  Var það í fyrsta sinn síðan snemma í 1.leikhluta sem UMFN leiddi!  Eyrún Líf Sigurðardóttir innsiglar svo sætan sigur UMFN með tveimur vítaskotum en stelpan var svakaleg í þessum leik, setti 39 stig og nýtti 16 af 18 vítaskotum. 

Eyrún Líf Sigurðardóttir fór hamförum í leiknum við UMFG.