Eyja miðvörður til Keflavíkur
Bjarni Hólm, miðvörður Eyjamanna síðustu fjögur árin (25 ára) og einn af lykilleikmönnum liðsins skrifar undir tveggja ára samning við Keflavík í dag.
Bjarni var samningslaus en Eyjamenn unnu sig upp í úrvalsdeildina eftir frábært tímabil í fyrra. Bjarni er Seyðfirðingur en lék um tíma með Fram en fór þaðan aftur á heimaslóðir og lék með Huginn í þriðju deildinni. Síðustu fjögur árin hefur hann leikið með ÍBV.
„Við ætlum okkur einu sæti ofar í sumar. Það er engin spurning. Liðið hefur æft gríðarlega vel í vetur hjá frábæru þjálfarateymi Kristjáns Guðmundssonar, Einars Ásbjörns Ólafssonar, aðstoðarþjálfara og Ásdísar Þorgilsdóttur, sem hefur séð um líkamsþjálfun leikmanna. Við höfum verið að líta í kringum okkur til að styrkja vörnina og það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að fá fleiri til liðs við okkur,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir.
Keflvíkingar hafa misst nokkra sterka leikmenn frá síðasta tímabili en fyrr í vetur gekk Haukur Ingi Guðnason til liðs við félagið eftir nokkurra ára dvöl hjá Fylki
VF-myndir/Fréttir Eyjum: Bjarni í baráttunni gegn Grindavík á síðasta sumri.