Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Evrópumótið að hefjast
Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 14:37

Evrópumótið að hefjast

Íslenska A-landsliðið í körfuknattleik mætir Finnum á Evrópumótinu í körfuknattleik í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld kl. 20:30. Hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og tóku þátt í æfingaferð liðsins til Hollands og Írlands á dögunum. Haukamaðurinn Kristinn Jónasson var þrettándi maður í hópnum en hann lenti undir skurðarhnífnum hjá Sigurði Ingimundarsyni og Friðriki Inga, landsliðsþjálfurum.

Hópurinn er því skipaður eftirfarandi 12 leikmönnum og sjö þeirra koma frá Suðurnesjum:

Magnús Þór Gunnarsson Keflavík

Friðrik E. Stefánsson Njarðvík


Jakob Sigurðarson Ciudad de Vigo

Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík

Jón Arnór Stefánsson Valencia

Páll Axel Vilbergsson Grindavík

Fannar Ólafsson KR

Helgi Magnússon Boncourt

Hlynur Bæringsson Woon! Aris

Logi Gunnarsson BBC Bayreuth

Egill Jónasson Njarðvík

Brenton Birmingham Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024