Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Evrópumet féll í Vatnaveröld
Mynd/ Jón Björn - Kristín á mótinu í Vatnaveröld í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 07:00

Evrópumet féll í Vatnaveröld

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Ívari á Ísafirði setti um helgina nýtt Evrópumet í flokki S16 (Downs-heilkenni) á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 50m laug sem fram fór í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Kristín kom þá í bakkann á tímanum 38,42 sek. í 50m skriðsundi en fyrra metið sem staðið hafði frá júnímánuði 2015 var í eigu hinnar ítölsku Maria Bresciani og var 39,66 sek. svo Kristín bætti metið um rúma sekúndu. Glæsilegur árangur hjá Ísfirðingnum öfluga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024