Evrópumeistaramót í kraftlyftingum haldið í Njarðvík
Massi UMFN ásamt Kraftlyftingarsambandi Íslands halda Vestur-Evrópumeistaramót í kraftlyftingum í Njarðvík þann 8.–10. september.
Alls taka 104 keppendur frá ellefu löndum þátt í mótinu (45 konur og 59 karlar frá Íslandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi, ítalíu, Lúxemborg, Spáni, Írlandi og Bretlandi). Tuttugu Íslendingar taka þátt, sex konur og fjórtán karlar, en í heildina eru 170 erlendir keppendur og þjálfarar sem að koma til landsins vegna mótsins.
Keppnisdagar eru þrír: Föstudagur kl. 10–18, laugardagur kl. 10–21 og sunnudagur kl. 10–18.