Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Evrópuleikur í kvöld: „Verðum að halda einbeitingunni“
Fimmtudagur 16. nóvember 2006 kl. 17:03

Evrópuleikur í kvöld: „Verðum að halda einbeitingunni“

Njarðvíkingar leika sinn fyrsta heimaleik í áskorendabikarkeppninni í körfuknattleik þegar þeir mæta úkraínska liðinu Cherasky Mavpy í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í kvöld kl. 19.15. Njarðvíkingar sem töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni leika sína leiki í Sláturhúsinu í Keflavík þar sem aðstaða í Ljónagryfjunni er nokkuð frá því sem evrópskum stuðlum um slíkt.

Einar Árni Jóhannson, þjálfari Njarðvíkur, segir andstæðingana með gríðarlega sterkt lið. „Þeir eru sterkir undir körfunni og með mikla breidd þannig að við þurfum að eiga toppleik til að hafa möguleika á sigri."

Varðandi heimavöllinn segir Einar að þó þeir hafi leikið oftar í Keflavík en á öðrum útivöllum þekki þeir sig ekki eins vel þar og í Ljónagryfjunni. „Ég vil hins vegar koma þökkum til Keflvíkinga fyrir aðstöðuna og sérstaklega til þeirra Fals Harðarsonar og Jóns Eðvaldssonar fyrir liðlegheitin við að færa æfingar fyrir okkur."

Ljóst er að leiðin uppúr riðlinum verður erfið en Einar hefur trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur upp en þá verðum við að vinna heimaleikina okkar og halda einbeitingunni allan tíman. Við gerum okkar besta og sjáum hvert það skilar okkur."

 

VF-mynd úr safni - Mikið á eftir að mæða á Friðriki Stefánssyni í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024