Evrópudeild UEFA: Keflvíkingar fara til Möltu
Keflvíkingar mæta Valletta FC í 1. umferð Evrópudeildar UEFA í fótbolta. Dregið var í Nyon í Sviss í dag.
Lið Valletta hefur 19 sinnum orðið meistari á Möltu, síðast 2008, og 11 sinnum unnið bikarinn, og félagið hefur verið tíður gestur í Evrópumótum félagsliða undanfarin 45 ár. Valletta hafnaði í öðru sæti efstu deildar á Möltu á nýliðnu tímabili, tveimur stigum á eftir Hibernians eftir einvígi liðanna sem voru í nokkrum sérflokki í deildinni, segir í frétt mbl.is um dráttinn.
Meistaraflokkur Keflavíkur 2009. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson