Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eva Margrét og Hörður Axel íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022
Eva Margrét Falsdóttir, sundkona, og Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuknattleiksmaður, eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022. Hjalti Vilhjálmsson tók við verðlaununum fyrir hönd bróður síns sem var staddur erlendis. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 31. desember 2022 kl. 15:43

Eva Margrét og Hörður Axel íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022

Val á íþróttafólki Reykjanesbæjar fór fram í Ljónagryfjunni í dag, gamlársdag, samkvæmt venju. Þá voru þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu og sjálfboðaliðar ársins heiðraðir við sama tilefni.
Bæjarstjóri hélt ræðu og aðstoðaði við verðlaunaafhendinguna.

Það er Íþróttabandalag Reykjanesbæjar [ÍRB] stendur að baki valinu og var það formaður bandalagsins, Rúnar V. Arnarson, sem setti athöfnina. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, hélt tölu þar sem hann kom m.a. inn á frekara samstarf stóru íþróttafélaganna í bænum. Það var svo Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri Keflavíkur og meðstjórnandi í ÍRB, sem stýrði verðlaunafhendingunni en Reykjanesbær gefur öllum Íslandsmeisturum ársins gullmedalíu. Fyrirtækið K. Steinarsson gaf alla verðlaunagripina sem íþróttafólk ársins í öllum íþróttagreinum fengu afhent.

Íslandsmeistarar ársins.

Nánar verður fjallað um valið í miðlum Víkurfrétta á nýju ári en myndasafn og myndskeið frá verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan auk þess sem Páll Ketilsson tekur stutt viðtal við nýkjörna íþróttakonu Reykjanesbæjar, Evu Margréti Falsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022