Eva Margrét og Hörður Axel íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022
Val á íþróttafólki Reykjanesbæjar fór fram í Ljónagryfjunni í dag, gamlársdag, samkvæmt venju. Þá voru þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu og sjálfboðaliðar ársins heiðraðir við sama tilefni.
Það er Íþróttabandalag Reykjanesbæjar [ÍRB] stendur að baki valinu og var það formaður bandalagsins, Rúnar V. Arnarson, sem setti athöfnina. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, hélt tölu þar sem hann kom m.a. inn á frekara samstarf stóru íþróttafélaganna í bænum. Það var svo Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri Keflavíkur og meðstjórnandi í ÍRB, sem stýrði verðlaunafhendingunni en Reykjanesbær gefur öllum Íslandsmeisturum ársins gullmedalíu. Fyrirtækið K. Steinarsson gaf alla verðlaunagripina sem íþróttafólk ársins í öllum íþróttagreinum fengu afhent.
Nánar verður fjallað um valið í miðlum Víkurfrétta á nýju ári en myndasafn og myndskeið frá verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan auk þess sem Páll Ketilsson tekur stutt viðtal við nýkjörna íþróttakonu Reykjanesbæjar, Evu Margréti Falsdóttur.