Erum að spila fyrir stoltið
,,Ég fékk viðurkenninguna í gær og ekki skemmir lokakaflinn í leiknum fyrir heldur,” sagði Friðrik kátur í leikslok. ,,Við Fannar stóðum okkur vel gegn NBA leikmanninum
Hvað leikinn sjálfan varðar stóð íslenska liðið sig í heild mjög vel og leikmenn voru að koma sprækir inn á völlinn af tréverkinu. ,,Ég er sammála Sigga (Sigurði Ingimundarsyni) þjálfara að við viljum ekkert vera að afsaka okkur í því sem við getum ekki gert. Ég vil meina að við hefðum getað gert miklu betur í leiknum gegn Finnum hér heima í fyrra en okkur vantaði einfaldlega æfingaleiki fyrir Finna leikinn. Af þeim sökum sprakk allt í loft hjá okkur þegar á móti blés gegn þeim,” sagði Friðrik en íslenska liðið var mun betra gegn Finnum í fyrra lungann úr leiknum en Finnar komust fram úr á lokasprettinum og höfðu góðan vinnusigur í Laugardalshöll.
,,Við fengum góðan stuðning gegn Georgíu og nú þurfum við bara að byggja á þessum sigri því það verður ekkert grín að fara til Lúxemborgar og hvað þá að mæta Austurríkismönnum hér heima. Núna erum við að spila fyrir stoltið og höfum engu að tapa.”
Ísland kemst ekki að þessu sinni upp úr hópi B-þjóða í Evrópuboltanum og spilar því eins og Friðrik segir fyrir stoltið. Möguleiki er á því að ná 3. sætinu í riðlinum af Austurríkismönnum en þá þarf leikurinn gegn þeim að vinnast hér heima.