Erna aftur á heimaslóðir
Körfuboltakonan Erna Hákonardóttir mun leika aftur á æskuslóðum en hún samdi í vikunni við uppeldisfélagið Keflavík eftir langa dvöl í Njarðvík og svo hjá Snæfell.
Erna sem er 23 ára gömul lék með Keflvíkingum til 17 ára aldurs en fór þá yfir til grannana í Njarðvík þar sem hún var hluti af liði sem landaði báðum stóru titlunum. Hún vann svo titilinn aftur með Snæfellingum í ár.