Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla og Birkir hlutu styrki úr Manngildissjóði
Föstudagur 15. júní 2007 kl. 22:17

Erla og Birkir hlutu styrki úr Manngildissjóði

Bikarkeppni SSÍ í sundi hófst í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ í dag. Ægismenn leiða að loknum fyrsta keppnisdegi á bikarmótinu en í upphafi móts fengu tveir sundmenn ÍRB veittan styrk úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar.

 

Þau Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Már Jónsson fengu afhenta styrki úr Manngildissjóði en bæði stefna þau á Ólympíuleikana í Peking 2008 og styrkurinn því vel þeginn enda ætlaður til þess að íþróttamennirnir geti enn betur einbeitt sér að markmiðum sínum.

 

Þau Böðvar Jónsson og Sigríður Jóna Jóhannsdóttir frá Reykjanesbæ veittu sundmönnunum styrkinn í dag.

 

www.keflavik.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024