Erla í banastuði í Laugardal
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir er í feiknaformi um þessar mundir en í dag setti hún tvö ný Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug. Erla setti Íslandsmet í 200 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi.
Í gær náði Erla Dögg ólympíulágmarkinu í 100 m. bringusundi og var það fyrsta ólympiulágmarkið sem hún nær en annað lágmarkið var í 200 m. fjórsundinu áðan.
Þá var Erla fyrsta íslenska konan til þess að synda 50 m. bringusundið á undir 33 sekúndum þegar hún kom í mark á nýja metinu 32,86 sek.
Tímarnir hjá Erlu í dag og í gær
200 metra fjórsund: 2.18.74 mín
100 metra bringusund: 1.11.00 mín
50 metra bringusund: 32.86 sek
Þá hafa aðrir sundmenn frá ÍRB einnig verið að gera það gott en síðasti keppnisdagur mótsins er á morgun.
VF-Myndir/ [email protected]– Erla Dögg var hin kátasta í Laugardalnum í dag.