Erla Dögg með sigur á danska meistaranum
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir frá ÍRB fylgdi eftir glæsilegum árangri sínum á fimmtudag með sigri í 100 metra bringusundi á danska meistaramótinu í gær. Erla Dögg háði harða baráttu við danska meistarann, Louise Jansen og náði með miklu harðfylgi að sigla fram úr henni á síðustu 25 metrunum og tryggja sér sigur í sundinu.
Sannarlega glæsilegur árangur. Árni Már Árnason og Birkir Már Jónsson komust einnig í úrslit og stóðu sig ágætlega. Mótið heldur áfram á morgun en það er síðasti keppnisdagurinn.
VF-Mynd/ Úr safni - Erla Dögg Haraldsdóttir