Erla Dögg með í öðru Íslandsmeti
Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona úr ÍRB var í íslensku kvennasveitinni sem setti í morgun Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi á Evrópumótinu í sundi. Íslenska sveitin náði þó ekki nema 13. og næstneðsta sæti á tímanum 1 mínútu og 57,06 sekúndum. Sveitina skipuðu, auk Erlu, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Eva Hannesdóttir.