Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg með gull í fyrsta sundi
Þriðjudagur 31. maí 2005 kl. 22:08

Erla Dögg með gull í fyrsta sundi

Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB vann til gullverðlauna í 200m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í Andorra í dag. Tími hennar var 2:33.57. Hún hafði nokkra yfirburði í úrslitunum þar sem hún var tæpum fjórum sekúndum á undan stúlkunni í öðru sæti.

Fleiri ÍRB liðar eru meðal keppenda á leikunum. Birkir Már Jónsson, Erla Dögg Haraldsdótttir, Helena Ósk Ívarsdóttir og Hilmar Pétur Sigurðsson.

Birkir og Hilmar voru í 5. og 6. sæti í 200m flugsundi í dag.

Þá má þess geta að kvennalandsliðið í körfuknattleik vann stórsigur á Andorra, 71-29, en liðið er að mestu samansett af Suðurnesjastúlkum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024