Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg með enn einn titilinn á ÍM50
Mánudagur 11. apríl 2011 kl. 09:49

Erla Dögg með enn einn titilinn á ÍM50

Erla Dögg Haraldsdóttir bætti enn einum titlinum í safnið þegar hún sigraði í 200 metra flugsundi á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi. Einnig krækti Soffía Klemenzdóttir sér í bronsverðlaun í sama sundi.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson bætti sinn fyrri tíma til muna þegar hann sigraði í 100 metra baksundi en Davíð var með talsverða yfirburði í baksundsgreinunum á mótinu. Davíð lenti síðan í mikilli keppni í 200 metra skriðsundi þar sem hann endaði að lokum í öðru sæti.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir bætti eigið telpnamet í 200 metra flugsundi og náði einnig góðri bætingu í 200 metra bringusundi en þar náði hún öðru sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir kom í humátt á eftir henni og tryggði sér þriðja sætið. Árni Már Árnason náði stórgóðri bætingu í 200 metra bringusundi og hlaut að launum silfurverðlaun.

Kvennasveit ÍRB krækti sér í bronsverðlaun í 4x100 metra fjórsundi en sveitina skipuðu þær Soffía Klemenzdóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir. Í heildina voru sundmenn ÍRB að bæta sinn fyrri árangur í yfir 80% tilvika sem telst glæsilegur árangur.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024