Erla Dögg með annað silfur
Sundfólkið Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Már Jónsson úr ÍRB gerðu það gott á Danska meistaramótinu sem lauk í gær.
Erla Dögg vann til sinna annarra silfurverðlauna á mótinu þegar hún var alveg við sinn besta tíma í 200m fjórsundi og Birkir Már var sömuleiðis nálægt sínu besta í 100m flugsundi þegar hann lenti í 7. sæti.
Fyrr um daginn bætti Birkir sig í 50m skriðsundim, en hann átti við veikindi að stríða og gat ekki beitt sér að fullu framan af móti.
Þess má geta að Erla vann einnig til silfurverðlauna á sunnudag þegar hún var 4/100 frá sigurvegaranum í 50m bringusundi.
VF-mynd úr safni. - Erla Dögg og Birkir stinga sér til sunds.