Erla Dögg komst ekki úr undanrásum
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir komst ekki áfram úr undanrásunum í 100 metra bringusundi í dag. Erla Dögg synti á tímanum 1.11,78 og var því rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem er 1.10,66. Erla Dögg endaði í 39. sæti af öllum keppendum en tíminn sem þurfti til að komast í undanúrslit var 1.08,37.