Erla Dögg Haraldsdóttir setti tvö Íslandsmet á Norðurlandamótinu
Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót unglina í sundi í Malmö. Þangað fóru tvær sunddrottningar af Suðurnesjum og stóðu þær sig mjög vel. Erla Dögg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Íslandsmet í sínum aldursflokki í 50 og 200 metra bringusundi. Þóra Björg Sigurþórsdóttir stóð sig einnig vel en hún bætti tíma sinn í 100 metra skriðsundi og hafnaði í 9. sæti. Erla endaði í 5. sæti í 200m bringusundi og í 6. sæti bæði í 50m og 100m bringusundi. Þóra varð í 8. sæti í 50m skriðsundi og í því 7. í 200m skriðsundi. Erla hefur nú í haust sett þrjú ný aldursflokkamet og á hún núna metin í 50, 100 og 200m
bringusundi í sínum aldursflokki.
Næstkomandi mánudag fara þrír sundmenn úr ÍRB utan til keppni á Evrópumeistarmóti í 25m laug. Keppendurnir eru, Íris Edda Heimisdóttir sem keppir í 50, 100 og 200m bringusundi, Jón Oddur Sigurðsson sem keppir i 50 og 100m bringusundi og Örn Arnarson sem keppir í 50, 100 og 200m baksundi ásamt 100m skriðsundi. Þau stefna vafalaust að því að fylgja eftir þeim góða árangri sem yngri stelpurnar náðu.
Fréttir fengust hjá sunddeild ÍRB
bringusundi í sínum aldursflokki.
Næstkomandi mánudag fara þrír sundmenn úr ÍRB utan til keppni á Evrópumeistarmóti í 25m laug. Keppendurnir eru, Íris Edda Heimisdóttir sem keppir í 50, 100 og 200m bringusundi, Jón Oddur Sigurðsson sem keppir i 50 og 100m bringusundi og Örn Arnarson sem keppir í 50, 100 og 200m baksundi ásamt 100m skriðsundi. Þau stefna vafalaust að því að fylgja eftir þeim góða árangri sem yngri stelpurnar náðu.
Fréttir fengust hjá sunddeild ÍRB