Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 9. desember 2002 kl. 09:29

Erla Dögg Haraldsdóttir setti tvö Íslandsmet á Norðurlandamótinu

Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót unglina í sundi í Malmö. Þangað fóru tvær sunddrottningar af Suðurnesjum og stóðu þær sig mjög vel. Erla Dögg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Íslandsmet í sínum aldursflokki í 50 og 200 metra bringusundi. Þóra Björg Sigurþórsdóttir stóð sig einnig vel en hún bætti tíma sinn í 100 metra skriðsundi og hafnaði í 9. sæti. Erla endaði í 5. sæti í 200m bringusundi og í 6. sæti bæði í 50m og 100m bringusundi. Þóra varð í 8. sæti í 50m skriðsundi og í því 7. í 200m skriðsundi. Erla hefur nú í haust sett þrjú ný aldursflokkamet og á hún núna metin í 50, 100 og 200m
bringusundi í sínum aldursflokki.

Næstkomandi mánudag fara þrír sundmenn úr ÍRB utan til keppni á Evrópumeistarmóti í 25m laug. Keppendurnir eru, Íris Edda Heimisdóttir sem keppir í 50, 100 og 200m bringusundi, Jón Oddur Sigurðsson sem keppir i 50 og 100m bringusundi og Örn Arnarson sem keppir í 50, 100 og 200m baksundi ásamt 100m skriðsundi. Þau stefna vafalaust að því að fylgja eftir þeim góða árangri sem yngri stelpurnar náðu.

Fréttir fengust hjá sunddeild ÍRB
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024