Erla Dögg duglegust við að setja met á árinu
Það sem af er árinu 2008 hafa verið sett 14 Íslandsmet í 50m laug og 6 Íslandsmet í 25m laug í fullorðinsflokki hér á landi. Sundfólk úr ÍRB á 14 af þessum metum og segir það kannski allt um stöðu sundfélagsins á landsvísu. Liðsmenn ÍRB eiga 9 af 14 Íslandmetum í 50m laug og þar af á Njarðvíkingurinn Erla Dögg Haraldsdóttir 6 af þeim. ÍRB á fimm af sex metum í 25m laug og þar af á Erla Dögg 4 met. Hún á semsagt 10 Íslandsmet af þeim 20 sem sett hafa verið hér á landi í ár.
Mynd/VF: Erla Dögg og Steindór Gunnarsson þjálfari hennar.