Erla Dögg á ÓL
Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, tryggði sér í kvöld farmiða á Ólympíuleikana í Peking þegar hún sló 17 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 100 m skriðsundi á Íslandsmótinu í 50m laug.
Erla Dögg synti á 1.11:00 og bætti metið um 87 hundruðustu úr sekúndu.
ÍRB liðar unnu annars fleiri góð afrek í dag þar sem Soffía Klemenzdóttir sigraði í 400m fjórsundi kvenna og náði þar með lágmörkum fyrir Evrópumót unglinga.
ÍRB hefur þá þegar unnið til 7 gullverðlauna eftir 14 greinar. Eftirtaldir hafa unnið gull:
1500m skriðsund karla: Hilmar Pétur Sigurðsson
400m fjórsund kvenna: Soffía Klemenzdóttir (EMU lágmark )
400m fjórsund karla: Sindri Þór Jakobsson
100m bringusund kvenna: Erla Dögg Haraldsdóttir ( Íslandsmet og Ólympíulágmark )
200m baksund karla: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson
50m flugsund kvenna: Erla Dögg Haraldsdóttir
4 x 200m skriðsund: karla Sindri Þór Jakobsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Árni Már Árnason og Birkir Már Jónsson.
www.umfn.is
VF-mynd/Stefán Þór
www.umfn.is
VF-mynd/Stefán Þór