Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erfitt verkefni fyrir höndum hjá Keflavíkurstúlkum
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 17:25

Erfitt verkefni fyrir höndum hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurstúlkur halda í Kópavoginn í kvöld til þess að leika gegn Breiðablik í átta liða úrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Kópavogsvelli en Reynir Þór Valgarðsson er dómari leiksins.

Breiðablik trjónir, ósigrað, á toppi Landsbankadeildar kvenna með 24 stig eftir átta umferðir og því ljóst að erfitt verður fyrir Keflavíkurstúlkur að sækja gull í greipar Blikakvenna.

Þegar liðin áttust síðast við höfðu Breiðabliksstúlkur sigur úr býtum, 3-2, í jöfnum og spennandi leik.

Liðin leika svo á ný gegn hvoru öðru á föstudag á Keflavíkurvelli en það er deildarleikur í Landsbankadeildinni.

VF-mynd/ frá leik Keflavíkur og FH fyrr í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024