Erfitt verkefni fyrir höndum á Hásteinsvelli
Njarðvíkingar halda til Vestmannaeyja í kvöld og leika þar gegn ÍBV á Hásteinsvelli í 16 – liða úrslitum karla í VISA-bikarkeppninni í knattspyrnu.
Njarðvíkingar sigruðu lið Völsungs í 32 – liða úrslitum, 3-2, þar sem þeir Rafn Markús Vilbergsson, Michael Jónsson og Hafsteinn Rúnarsson gerðu mörkin.
ÍBV leikur sem kunnugt er í Landsbankadeildinni en Njarðvíkingar eru í öðru sæti 2. deildar og því teljast Eyjamenn líklegri til sigurs.
„Þetta er skemmtilegt verkefni, pressan er engin á okkur og við munum reyna að stríða þeim eftir fremsta megni,“ sagði Helgi Bogason þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Víkurfréttir í dag. „Aðalatriðið fyrir okkur er að fá sem mest út úr leiknum og hafa gaman af þessu, ég er viss um að ÍBV noti þennan leik til þess að reyna að koma sér á rétt spor en við munum láta þá hafa vel fyrir þessu,“ sagði Helgi að lokum.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í Vestmannaeyjum.
Njarðvíkingar sigruðu lið Völsungs í 32 – liða úrslitum, 3-2, þar sem þeir Rafn Markús Vilbergsson, Michael Jónsson og Hafsteinn Rúnarsson gerðu mörkin.
ÍBV leikur sem kunnugt er í Landsbankadeildinni en Njarðvíkingar eru í öðru sæti 2. deildar og því teljast Eyjamenn líklegri til sigurs.
„Þetta er skemmtilegt verkefni, pressan er engin á okkur og við munum reyna að stríða þeim eftir fremsta megni,“ sagði Helgi Bogason þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Víkurfréttir í dag. „Aðalatriðið fyrir okkur er að fá sem mest út úr leiknum og hafa gaman af þessu, ég er viss um að ÍBV noti þennan leik til þess að reyna að koma sér á rétt spor en við munum láta þá hafa vel fyrir þessu,“ sagði Helgi að lokum.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í Vestmannaeyjum.
Keflvíkingar halda svo í Kópavoginn í kvöld og mæta þar HK en sá leikur hefst einnig kl. 19:15.
VF-mynd/ frá leik Njarðvíkinga og Selfoss fyrr í sumar, [email protected]