Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erfið staða Grindvíkinga
Mánudagur 2. september 2013 kl. 09:51

Erfið staða Grindvíkinga

Grindavíkurstelpur eru í afar erfiðri stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Fylki í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Liðið tapaði 3-1 á Grindavíkurvelli um helgina en liðin mætast aftur á Fylkisvelli á morgun. Grindvíkingar þurfa að vinna upp forskotið til þess að tryggja sér sæti í Pepsideildinni að ári.

Dernelle L. Mascall skoraði eina mark Grindavíkur í leiknum um helgina en Fylkisstúlkur gerðu tvö mörk í seinni hálfleik sem gerðu út um leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024