Er Kekic á förum?
Sinisa Kekic gæti verið á förum frá knattspyrnuliði Grindvíkur, Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Samkvæmt Fréttablaðinu kastaðist í kekki á milli Sigurðar Jónssonar, þjálfara Grindavíkur, og Kekic og íhugar þessi 36 ára gamli leikmaður núna hvar framtíð hans í knattspyrnunni liggi.
„Ég vil ekki mikið tjá mig um þetta mál en það kom upp ágreiningur við þjálfarann og ég er að hugsa hvað ég á að gera núna. Ég er þó ekki búinn að ákveða hvað ég geri og ég vil bara alls ekki hætta að spila fótbolta, ég á enn eitthvað eftir en ég er ekki viss um hvort ég verði áfram hjá Grindavík,“ sagði Sinisa Valdimar Kekic við Fréttablaðið í gær.
Fréttablaðið – www.visir.is