Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Er Kekic á förum?
Föstudagur 9. júní 2006 kl. 09:44

Er Kekic á förum?

Sinisa Kekic gæti verið á förum frá knattspyrnuliði Grindvíkur, Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Samkvæmt Fréttablaðinu kastaðist í kekki á milli Sigurðar Jónssonar, þjálfara Grindavíkur, og Kekic og íhugar þessi 36 ára gamli leikmaður núna hvar framtíð hans í knattspyrnunni liggi.

 

„Ég vil ekki mikið tjá mig um þetta mál en það kom upp ágreiningur við þjálfarann og ég er að hugsa hvað ég á að gera núna. Ég er þó ekki búinn að ákveða hvað ég geri og ég vil bara alls ekki hætta að spila fótbolta, ég á enn eitthvað eftir en ég er ekki viss um hvort ég verði áfram hjá Grindavík,“ sagði Sinisa Valdimar Kekic við Fréttablaðið í gær.

 

Sigurður Jónsson sagði að málið væri stormur í vatnsglasi og vonaðist til þess að málið yrði leyst innanbúðar. Ef Kekic ákveður að hætta að leika knattspyrnu fyrir Grindavík yrði það mikil blóðtaka fyrir liðið en víst er að mörg lið myndu gjarnan vilja njóta liðsinnis leikmannsins.

 

Fréttablaðið – www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024