Er fimm ára bið á enda?
Grannaslagur í Njarðvík í kvöld
Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Ber þar hæst að nefna grannaslag Njarðvíkinga og Grindvíkinga sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflvíkingar fá Ísfirðinga í heimsókn en Keflvíkingar hafa unnið síðustu fjóra deildarleiki sína. Síðast gegn KR á útivelli með sannfærandi hætti.
Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindvíkinga á heimavelli sínum síðan 18. mars árið 2008! Það verður þó þrautinni þyngra enda hafa Íslandsmeistarar Grindavíkur unnið síðustu fjóra útileiki sína og virðast hárbeittir síðustu misseri.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15.