Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Er fimm ára bið á enda?
Grindvíkingar fóru létt með Njarðvíkinga í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrra. Þar fór J´Nathan Bullock mikinn.
Fimmtudagur 7. febrúar 2013 kl. 13:28

Er fimm ára bið á enda?

Grannaslagur í Njarðvík í kvöld

Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Ber þar hæst að nefna grannaslag Njarðvíkinga og Grindvíkinga sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflvíkingar fá Ísfirðinga í heimsókn en Keflvíkingar hafa unnið síðustu fjóra deildarleiki sína. Síðast gegn KR á útivelli með sannfærandi hætti.

Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindvíkinga á heimavelli sínum síðan 18. mars árið 2008! Það verður þó þrautinni þyngra enda hafa Íslandsmeistarar Grindavíkur unnið síðustu fjóra útileiki sína og virðast hárbeittir síðustu misseri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikirnir hefjast klukkan 19:15.