Epsondeildin byrjar í kvöld
Njarðvíkingum er spáð sigri í Epson-deildinni í körfubolta í ár. Það er niðurstaða í spá leikmanna og forráðamanna deildarinnar en hún var kynnt í Eldborg í Grindavík í fyrradag.Njarðvíkingar fengu 397 stig, KR-ingar verða samkvæmt spánni í 2. sæti með 388 og Keflvíkingar fengu 3. sætið með 377 stig. Grindavík fékk 313 stig og 4. sætið. Í fallsætunum eru KFÍ og Skallagrímur.Fyrsta umferð deildarinnar verður í kvöld en þá fá Keflavík Hauka í heimsókn og Grindvíkingar nýliða Vals. Njarðvíkingar fara hins vegar norður á Sauðárkrók og leika þar gegn Tindastólsmönnum. Önnur umferð verður á sunnudag og þá er stórleikur umferðarinnar milli KR og Keflavíkur.„Þetta leggst vel í okkur og við stefnum auðvitað á toppbaráttuna. Við erum með nokkuð breytt lið en þetta er ágæt blanda af reynslumeiri og yngri leikmönnum“, sögðu þeir Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson, þjálfarar UMFN en liðinu er spáð sigri í deildinni í vetur.Sigurður Ingimundarson kollegi þeirra í Keflavík segist sömuleiðis bjartsýnn á veturinnn. „Við erum með sterkan hóp og það er ekkert sem kemur í okkar huga nema toppbarátta“. Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur segir að lið hans komi vel undirbúið fyrir baráttuna og sé tilbúið í fjörið. „Ég held að þetta verði Suðurnesjaliðin og KR sem muni berjast um titilinn“.UMFN og KR unnuNjarðvík – Keflavík 87-84 Njarðvíkingar urðu Reykjanesmeistar í körfu þegar þeir lögðu Keflavík í úrslitum. Njarðvíkvík komst yfir 13-12 eftir 5 mínútna leik og hélt forystunni til leiksloka, en Keflvíkingar fengu þó góða möguleika á að stela sigrinu á síðustu sekúndum leiksins. Þeir unnu boltann á miðjunni í stöðunni 85-84 en náðu ekki að gera sér mat úr því og Njarðvíkingarnir enduðu á vítalínunni. Keflvíkingar voru alltaf skrefinu á eftir og virkuðu þungir. Í síðasta leikhluta var það Magnú Gunnarsson sem hélt Keflavík í leiknum með einstaklingsframtaki sínu, en hann setti þá niður fjóra „þrista“. Keflvíkingum gekk erfiðlega gekk að hemja Brenton og Loga, en saman skoruðu þeir 55 stig. Athygli vekur að Njarðvíkingar fóru18 sinnum á vítalínuna og fengu alls 32 vítaskot! en Keflavík tíu. KR vann UMFG. Ólafur Jón Ormsson var stigahæstur KR-inga í leiknum með 21 stig, auk þess hirti hann 11 fráköst og stal 5 boltum. Hjá UMFG var Kim Lewis atkvæðamestur með 24 stig og 12 fráköst, en Dagur Þórisson gerði 18.