Enskur miðvörður til liðs við Keflvíkinga
4. leikmaðurinn sem að Keflavík sækir í félagaskiptaglugganum
Keflvíkingar hafa samið við 29 ára enskan miðvörð að nafni Paul Bignot um að spila með liðinu út tímabilið en Paul þessi var á mála hjá Grimsby Town. Þar áður lék hann með Plymouth og Blackpool svo eitthvað sé nefnt.
Paul er fjórði leikmaðurinn sem að Keflvíkingar fá til liðs við sig í félagaskiptaglugganum og ljóst að Keflvíkingar ætla sér að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og er vonast til þess að koma hans styrki varnarlínu liðsins sem hefur verið arfaslök í sumar.