Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn von hjá Njarðvík
Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 13:15

Enn von hjá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa greinilega ekki enn gefið upp alla von um að komast upp úr 2. deild, en þeir unnu stórsigur á Huginn í gær, 5-1.

Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og byrjaði ekki vel fyrir heimamenn, en Huginn komst yfir, 0-1, strax á 9. mínútu.

Þeir Aron Már Smárason og Rafn Markús Vilbergsson svöruðu þó fyrir Njarðvík rétt fyrir lok hálfleiksins þannig að forystan var þeirra í leikhléi.

Þrátt fyrir að Gestirnir tækju sig til í upphafi seinni hálfleiks voru Njarðvíkingar sterkari og bættu við þremur mörkum áður en yfir lauk. Setti Guðni Erlendsson eitt og Rafn Markús tvö og fullkomnaði þar þrennuna.

Sem stendur eru Njarðvíkingar í 3. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir, 3 stigum á eftir Stjörnunni og 6 stigum á eftir Leikni.

Svo skemmtilega vill til að síðustu leikir Njarðvíkinga eru gegn tveimur efstu liðunum og gæti verið um hreinan úrslitaleik að ræða þegar þeir mæta Stjörnunni á Njarðvíkurvelli laugardaginn 10. september.

Mynd/umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024