Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. febrúar 2003 kl. 21:21

Enn tapar Njarðvík í ljónagryfjunni

Njarðvíkingar töpuðu í kvöld enn einum leiknum sínum í ljónagryfjunni í Intersportdeildinni í körfuknattleik, nú fyrir Tindastóli, 93:88. Clifton Cook var Njarðvíkingum erfiður en hann skoraði 44 stig þar af níu þrista. Gary Hunter var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 21. Þá sigruðu Keflvíkingar á heimavelli gegn Val, 94:87, en heimamenn lentu í talsverðu basli með slakt Valslið. Damon Johnson var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 41 stig, annan leikinn í röð.
Keflavík er sem fyrr í 3. sæti með 26 stig og Njarðvík er í sjötta sæti með 20 stig.

Mynd: Páll Kristinsson tekur hér skot í leik gegn Tindastóli. VF-mynd: Jóhannes
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024