Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn tapar Grindavík
Fimmtudagur 12. júlí 2018 kl. 23:18

Enn tapar Grindavík

Grindvíkingum gengur ekkert að komast í gang eftir HM-hlé í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir tóku á móti KA-mönnum í Grindavík í kvöld og biðu lægri hlut.
 
Grindvíkingar byrjuðu betur og skoruðu stax á áttundu mínútu en þar var að verki Alexander Veigar Þórarinsson.
 
Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á 31. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
 
Um miðjan síðari hálfleik fékk Marinó Axel Helgason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Grindvíkingar voru því einum færri til leiksloka.
 
KA menn skoruðu sitt annað mark í uppbótartíma og þar var að verki Ýmir Már Geirsson.
 
Talsvert af spjöldum var á lofti í Grindavík. Fjögur gul á Grindvíkinga og þrjú á KA.
 
Grindvíkingar eru enn í 5. sæti deildarinnar með 17. stig en hafa tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum.
 
Keflvíkingar, sem verma botninn með 3 stig, eiga leik á morgun á Víkingsvelli kl. 18:30 þegar þeir sækja Víkinga heim. Víkingur er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024