Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn tapa Reynismenn
Reynsmenn hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa og dvelja á botni 1. deildar.
Föstudagur 9. nóvember 2012 kl. 07:00

Enn tapa Reynismenn

Reynir Sandgerði tapaði með miklum mun í gærkvöldi gegn Hetti á Egilstöðun í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 104-60 fyrir heimamenn en Sandgerðingar byrjuðu leikinn mjög illa og staðan var strax 30-9 fyrir Hattarmenn eftir 1. leikhluta. Ekki var útlitið betra í hálfleik en þá var staðan 58-21 og leikurinn svo gott sem búinn. Reynismenn komu þó hressari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu 39 stig það sem eftir lifði leiks. Það dugði skammt og fimmti ósigurinn í röð því staðreynd.

Stigin:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynir: Elvar Þór Sigurjónsson 20, Eðvald Freyr Ómarsson 16, Ólafur Geir Jónsson 8/10 fráköst, Hinrik Albertsson 6, Hlynur Jónsson 4, Þórður Freyr Brynjarsson 2, Ragnar Ólafsson 2, Bjarni Freyr Rúnarsson 2/5 fráköst.