Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. janúar 2003 kl. 20:42

Enn tapa Njarðvíkingar gegn Haukum

Keflavík sigraði Tindastól, 92:82, í 13. umferð Intersport-deildar karla í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Njarðvíkingar töpuðu enn einu sinni gegn Haukum en Njarðvíkingar hafa nú tapað fjórum leikjum leikjum gegn þeim á tímabilinu, tveimur í deildinni og tveimur í Kjörísbikarnum. Leikurinn fór fram að Ásvöllum og voru lokatölur 94:77, heimamönnum í hag sem leiddu allan leikinn. Þá unnu Grindvíkingar í Seljarskóla gegn ÍR, 79:74 og halda sæti sínu á toppi deildarinnar.Þegar 13 umferðum er lokið í Intersport-deildinni eru Grindvíkingar og KR-ingar á toppi deildarinnar með 22 stig, Keflvíkingar eru í 2. sæti með 18 stig og í 4. - 5. sæti eru svo Njarðvík og Haukar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024