Enn tapa Njarðvíkingar
Stigalausir á botninum
Njarðvíkingar töpuðu sínum fimmta leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Að þessu sinni héldu Njarðvíkingar til Dalvíkur þar sem heimamenn í Dalvík/Reynir höfðu 2-1 sigur. Heimamenn voru fyrri til þess að skora en Njarðvíkingar jöfnuðu metin skömmu síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en Njarðvíkingar höfðu verið mjög aðgangsharðir upp við mark heimamanna.
Sigurmark leiksins kom þegar stundarfjórðurngur varsvo til leiksloka, en Njarðvíkingar náðu ekki að jafna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ómar Jóhannsson aðstoðarþjálfari fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks en hann átti sitthvað ósagt við dómara leiksins.