Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn tapa Grindvíkingar
Fimmtudagur 16. júní 2011 kl. 09:36

Enn tapa Grindvíkingar

Grindavík sótti Þróttara heim í sannkölluðum botnbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna en Grindvíkingar voru stigalausir fyrir leikinn. Það breyttist ekki í þessum leik en Grindvíkingar komust þó yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Shaneka Gordon skoraði með skalla. Þróttarar voru fljótir að jafna og staðan 1-1 í hálfleik.

Grindvíkingar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og uppskáru vítaspyrnu sem Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði úr og staðan 1-2 fyrir Grindavík. Þróttarar kláruðu svo leikinn með því að setja mörk úr vítaspyrnu, hornspyrnu og beint úr aukaspyrnu og breyttu stöðunni í 4-2. Grindavíkurstúlkur sitja því enn á botni deildarinnar með 0 stig eftir 5 leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024