Enn sigrar Reynir
Reynir Sandgerði er heldur betur að gera það gott í 3. deildinni í knattspyrnu og sigra nú hvern leikinn á fætur öðrum. Síðasta fórnarlamb Reynismanna var lið Gróttu sem Sandgerðingarnir sigruðu 0-1 á Gróttuvelli. Það var Marteinn Guðjónsson sem skoraði markið á 5. mínútu.
Reynir er í toppsæti B-riðils 3.deildar með 22 stig.
Reynir er í toppsæti B-riðils 3.deildar með 22 stig.