Enn sigrar Páll
Innanfélagsmót skotdeildar Keflavíkur var haldið 14. júní í blíðskapar veðri á Heiði í Höfnum. Mótið var hörkuspennandi allt til enda og var barist hart um hvert sæti.Páll Guðmundsson varð sigurvegari bæði með og án forgjafar, en með forgjöf skaut hann 88 dúfur og án forgjafar 80. Í öðru sæti varð Guðmundur B. Guðlaugsson með 86 dúfur með forgjöf, en 72 án forgjafar. Í þriðja sæti með forgjöf varð Árni Pálsson með 82 dúfur, eftir harða keppni við Guðna Pálsson og munaði aðeins einni dúfu á þeim. Guðni varð hins vegar í þriðja sæti án forgjafar og skaut 70 dúfur.