Enn sigra Keflavíkurstúlkur
Keflavík sigraði enn einn leik sinn í kvennakörfunni þegar stúlkurnar sigruðu ÍS, 65:44, í Kennaraháskólanum. Þær eru enn ósigraðar í deildinni en þar tróna þær einar á toppnum með 24 stig, 10 stigum meira en liðið í 2. sæti.Hjá Keflavík var Erla Þorsteinsdóttir best með 16 stig í annars mjög jöfnu og vel skipuðu liði.