Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn sigra Grindvíkingar
Þriðjudagur 29. nóvember 2011 kl. 10:51

Enn sigra Grindvíkingar

Grindavík tók á móti Haukum í Lengjubikarnum í gærkveldi. Sigur Grindvíkinga var nokkuð öruggur í gær, en lokatölur urðu 97-71 en Grindvíkingar voru áður búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Í fyrsta leikhluta var jafn á með liðunum en undir lok hans tóku Grindavíkingar forystu og bættu í það sem eftir lifði leiks.

Enn og aftur er það feiknaöflug breidd sem skóp sigurinn, 11 menn skoruðu og þeir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila fengu fjölda mínútna. Páll Axel var hinsvegar stigahæstur með 22 stig og 4 fráköst. Þorleifur 14 stig og Bullock 11.

Grindavík sigraði því sinn riðil örugglega með fullt hús stiga og mætir sigurvegaranum í A riðli, Þór Þorlákshöfn, í undanúrslitum föstudaginn 2.des klukkan 18:30. Ef Grindavík vinnur þann leik þá fer úrslitaleikurinn fram 3. desember klukkan 16:00 en mæta þeir þá annað hvort Keflavík eða Snæfell.
Tölfræði leiksins

umfg.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024