Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 13. ágúst 2002 kl. 09:37

Enn raunhæfir möguleikar hjá RKV að komast í úrslit

Liði RKV hefur gengið ágætlega í 1. deild kvenna í sumar. Liðið er nú í 3. sæti A-riðils deildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir Haukum sem er í 2. sæti. Efstu tvö lið riðilsins fara í úrslit og eiga bæði liðin tvo leiki eftir og því á RKV enn von um að komast í úrslitakeppnina.
Í kvöld tekur RKV á móti Þrótti Reykjavík á Sandgerðisvelli kl. 19:00. Þróttarar, með RKV-stúlkuna Heiðu S. Haraldsdóttur fremsta í flokki, eru í efsta sæti riðilsins og búnir að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Á laugardaginn mun lið RKV halda í Grafarvoginn í Reykjavík og leika við Fjölni kl. 19:00. Með því að sigri í þessum tveimur leikjum gæti RKV smeygt sér í úrslitin. Stelpurnar þurfa hins vegar stuðning til þess að fara alla leið og því þurfa suðningsmenn liðsins að fjölmenna á völlinn og láta heyra í sér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024