Enn óvíst hvort Mete og Nicolai verði með á sunnudag
Fjórða umferð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst á sunnudag og þá verður enginn smá leikur þegar Keflavík tekur á móti ÍA á Sparisjóðsvellinum í Keflavík kl. 19:15. Enn er ekki útséð með hvort þeir Guðmundur Viðar Mete og Nicolai Jörgensen verði orðnir góðir fyrir leikinn.
Hvorki Guðmundur né Nicolai léku með gegn HK í þriðju umferðinni og sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir í dag að málin myndu ekki skýrast fyrr en í fyrsta lagi á morgun á síðustu æfingu Keflavíkur fyrir leik. Kristján sagði einnig að svo gæti verið að niðurstaða fengist ekki jafnvel fyrr en á leikdegi.
Það verður hart barist á sunnudag og þurfa Keflvíkingar á öllum sínum að halda á vellinum sem og í stúkunni.
VF-Mynd/ [email protected] – Brynjar Guðmundsson leysti stöðu vinstri bakvarðar með ágætum gegn HK í fjarveru Nicolai Jörgensen.