Enn og aftur eru „Fimm fræknar“ hraustastar
Fjórða og síðasta stigamót Þrekmótarraðarinnar 2014 var haldið á fyrir skömmu. Þar gerðu „Fimm fræknar“ frá Suðurnesjum sér lítið fyrir og sigruðu í keppni liða 39 ára og eldri. Þær urðu þar með hraustasta lið landsins í fjórða sinn í þessum aldursflokki.
Þær unnu með samanlögðum árangri sínum úr fjórum mótum sem haldin hafa verið yfir árið. Þessi fjögur mót eru Crossfitkeppni, Bootcampkeppni, Lífsstílsmeistarinn og svokölluðu 5x5. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir (Kiddý) varð „Hraustasta kona landsins,“ í flokki 39 ára og eldri, en þetta er fimmta árið í röð sem hún hlýtur þann titil. Kristjana náði einnig 3. sæti í opnum flokki. Árdís Lára Gísladóttir varð í þriðja sæti í flokki 39 ára og eldri og 4. sæti í opnum flokki. Hjónin Þuríður Þorkelsdóttir og Þórður Þorbjörnsson urðu í 3. sæti í paraflokki 39 og eldri, en Þórður var einnig í 3. sæti í einstaklingsflokki og Þuríður í 4. sæti.