Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 27. janúar 2003 kl. 15:32

Enn möguleiki á að Lee Sharpe gangi til liðs við Grindavík

Eins og fram kom í Víkurfréttum fyrir nokkru hafa Grindvíkingar átt í viðræðum við knattspyrnumanninn Lee Sharpe um að hann gangi til liðs við félagið og leiki með því í úrvalsdeildinni í sumar. Á tímabili virtist sem útilokað væri að kappinn kæmi til landsins en nú er að rofa til í málinu. Jón Gauti Dagbjartsson, sem hefur verið milliliður milli Sharpe og Grindavíkur í málinu, hitti kappann í Manchester um sl. helgi og sagði hann í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu talað saman í góðan hálftíma."Ég hitti hann um sl. helgi þegar ég fór út og við ræddum saman í dágóðan tíma. Ég talaði auðvitað vel um land og þjóð og honum líst ekkert illa á þetta mál. Við gerðum honum tilboð sem hann ætlaði að taka nokkra daga í að skoða og vera svo í sambandi við okkur", sagði Jón Gauti.
Aðspurður hvort upphæðin væri eitthvað í námunda við það sem talað hefði verið um í fjölmiðlum að Sharpe vildi fá sagði Jón Gauti það vera tóma steypu. "Það kom fram að við værum að bjóða honum 400.000 kr. á leik og það er bara tóm steypa. Ég veit ekki hvað menn halda að við séum hér í Grindavík en það væri allt of mikið og það segir sig sjálft að við myndum ekki hafa efni á því".
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024