Enn mega Keflvíkingar bíða eftir sigri
Enn verða leikmenn og stuðningsmenn Keflavíkur að bíða eftir sigri liðsins í Landsbankadeild karla og eru margir orðnir langeygir eftir einum slíkum. Keflavík og Fram skildu jöfn í kvöld, 2-2, á Laugardalsvelli en Keflvíkingar fengu fjölda færa til að
Leikurinn fór þokkalega af stað á þjóðarleikvanginum en það voru heimamenn sem gerðu fyrsta mark leiksins á 7. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson átti glæsilegt skot upp í hægra markhornið og kom heimamönnum í 1-0. Við markið vöknuðu Keflvíkingar og voru sterkari aðilinn upp frá því.
Að endingu brast stíflan í vörn Fram
Í upphafi síðari hálfleiks kom fín fyrirgjöf fyrir mark Framara þar sem Baldur Sigurðsson átti skalla að marki en markvörður Fram sá við honum en tókst ekki að halda boltanum. Þórarinn Brynjar Kristjánsson kom þá aðvífandi, náði frákastinu og vippaði yfir markvörð Fram og kom Keflavík í 2-1.
Allt stefndi í Keflavíkursigur í leiknum og voru Keflvíkingar bæði meira með boltann og áttu fleiri skot að markinu. Heimamenn náðu þó að jafna metin þegar um 10 mínútur voru til leiksloka og þar var Jónas Grani Garðarsson að verki.
Lokatölur leiksins voru 2-2 eins og áður greinir og því heldur hrakfarasaga Keflavíkur áfram göngu sinni. Miðað við fjölda marktækifæra Keflvíkinga í síðustu leikjum er ljóst að liðinu vantar nokkuð upp á sjálfstraustið við mark andstæðinga sinna en Keflvíkingar hafa þegar sýnt það í sumar að þeir geta mokað inn mörkunum. Nú þarf bara að telja í og finna taktinn að nýju.
VF-myndir/ [email protected]