Enn heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram
Keflavíkurstúlkur halda sigurgöngu sinni áfram í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik og hafa þær nú spilað sex leiki í deildinni án þess að tapa. Fórnarlambið í gær voru nágrannarnir úr Grindavík en leikurinn fór fram í röstinni. Lokatölur leiksins voru 71:90 en staðan í hálfleik var 32:45. Njarðvíkurstúlkur töpuðu á sama tíma gegn KR á útivelli, 54-48, en leikurinn var oft á tíðum mikil skemmtun. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari framan af en misstu dampinn í síðari hálfleik eftir að hafa leitt í hálfleik, 22:35.Erla Þorsteinsdóttir lék sinn fyrsta leik í gær með Keflavíkurstúlkum og setti niður 13 stig og tók 6 fráköst. Sonia Ortega átti mjög góðan leik, setti 21 stig og hirti 14 fráköst og Anna María Sveinsdóttir var einnig drjúg með 16 stig. Hjá Grindavíkurstúlkum var Yvone Shelton atkvæðamest með 34 stig og 12 fráköst en Sigríður Anna Ólafsdóttir var einnig sterk og skoraði 13.
Guðrún Karlsdóttir var atkvæðamest með 13 stig í liði Njarðvíkurstúlkna gegn KR, Helga Jónasdóttir gerði 11 stig og Auður Jónssdóttir skoraði 10.
Guðrún Karlsdóttir var atkvæðamest með 13 stig í liði Njarðvíkurstúlkna gegn KR, Helga Jónasdóttir gerði 11 stig og Auður Jónssdóttir skoraði 10.