Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn hægt að kjósa í Stjörnuleikinn
Fimmtudagur 22. desember 2011 kl. 10:02

Enn hægt að kjósa í Stjörnuleikinn

Nú stendur yfir kosning byrjunarliða í Stjörnuleikinn í körfubolta sem fram fer 14. janúar næstkomandi. Kosningunni lýkur milli jóla og nýárs og því hægt að kjósa ennþá.

Mjög jafnt er meðal margra í kosningunni þegar rúmlega 1500 manns hafa skilað inn sínum atkvæðum og eiga Suðurnesjamenn 3 af efstu 5 í kjörinu til þessa. Þeir J´NAthan Bullock og Sigurður Þorsteinsson úr Grindavík eru vinsælir meðal körfuboltaáhugamanna og Magnús Þór Gunnarsson frá Keflvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má kjósa sinn eftirlætis leikmann

Efstu menn eftir 1500 atkvæði (heildaratkvæði, óháð liðum)
Bakvörður: Justin Shouse · Stjarnan · 320 atkvæði
Skotbakvörður: Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík · 165 atkvæði
Framherji: J'Nathan Bullock · Grindavík · 264 atkvæði
Framherji: Marvin Valdimarsson · Stjarnan · 264 atkvæði
Miðvörður: Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Grindavík · 197 atkvæði