Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn fjölgar Íslandsmeisturum í körfunni
Mánudagur 30. apríl 2012 kl. 09:48

Enn fjölgar Íslandsmeisturum í körfunni



Suðurnesjaliðin í körfuboltanum héldu áfram að sanka að sér titlum um helgina. Í DHL-Höllinni fóru fram úrslit yngri flokka þar sem bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar. Keflavíkurstúlkur hafa sérstaklega verið duglegar að vinna titla að undanförnu en eins og margir muna kannski þá unnu þær alla kvennatitla sem í boði voru í fyrra.


Keflvíkingar urðu einnig Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Grindavík. Keflvíkingar tóku frumkvæðið snemma í leiknum þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var svo valin besti maður leiksins með 30 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Lokatölur voru 71-44 Keflavík í vil en Grindvíkingar áttu nokkrar fínar rispur í leiknum þó Keflavík hafi ávallt verið við stýrið og landaði loks öruggum sigri.


Unglingaflokkur Keflavíkur

Keflavík tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki kvenna eftir ótrúlegan og æsispennandi leik. Keflavík tryggði sér framlengingu í leiknum með körfu á lokasekúndum leiksins en dómarar leiksins þurfti að nýta sér upptöku af leiknum til þess að vera vissir um að karfan væri gild. Keflavík náði sér svo í aðra framlengingu þegar 7 sekúndur voru eftir af þeirri fyrstu af vítalínunni og höfðu á endanum betur í ótrúlegum spennuleik, 94-105. Keflavík sýndi styrk sinn og seiglu í leiknum gegn frábæru liði Snæfells sem var aðeins sekúndubrotum frá því að vinna tvöfalt í unglingaflokki kvenna í ár þar sem liðið varð Bikarmeistari fyrr í vetur.




Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í 9. flokki eftir 43-40 spennusigur á Njarðvíkingum í DHL-Höllinni í vesturbænum. Leikurinn var hnífjafn og lokaspretturinn æsilegur en gulir Grindvíkingar stóðust áhlaup Njarðvíkinga hömpuðu loks þeim stóra þar sem Hilmir Kristjánsson var valinn besti maður leiksins með 14 stig, 21 frákast, 6 varin skot og 3 stolna bolta. Þá var Ragnar Friðriksson skæður í Njarðvíkurliðinu með 18 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Umfjöllun/myndir: Karfan.is

Efsta mynd er af 10. flokk í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024