ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Enn fjölgar Íslandsmeistrunum í júdó hjá Njarðvík
Mynd frá móti sem var fyrir skömmu. Keppendur frá Júdódeild Njarðvíkur.
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 09:24

Enn fjölgar Íslandsmeistrunum í júdó hjá Njarðvík

Fimm keppendur mættu til leiks á Íslandsmeistaramótinu í Backhold sem Glímusamband Íslands stóð fyrir um sl. helgi. Marín Veiga Guðbjörgnsdóttir sigraði í unglingaflokki stúlkna nokkuð örugglega og varð því Íslandsmeistari unglinga. Bjarni Darri Sigfússon varð þriðji í unglingaflokki drengja. Í +90kg flokki vann Birkir Freyr Guðbjartsson til bronsverðlauna en Guðmundur Gunnarsson, þjálfari júdódeildarinnar, var í öðru sæti. Guðmundur kom svo tvíefldur til leiks í opnum flokki þar sem sigurvegarar allra flokka öttu kappi og var því erfiðasti flokkurinn. Hann sigraði allar sínar viðureignir 3-0.
 
Tveir keppendur tóku þátt á Reykjavík International Games um helgina og kræktu sér í brons eftir harða baráttu við hina dönsku Nete Dehlendorf. Bjarni Darri Sigfússon og Marín Veiga Guðbjörnsdóttir kepptu á Bikarglímu Íslands-mótinu. Bjarni, sem er einungis 16 ára, keppti í flokki 20 ára og yngri. Þar voru 8 keppendur frá Íslandi og Skotlandi á aldrinum 18-20 ára. Bjarni náði að landa þriðja sæti eftir margar harðar viðureignir.
 

 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25