Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 14. júlí 2002 kl. 21:15

Enn eitt jafnteflið hjá Keflavík

Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fram í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn var á Laugardalsvellinum. Magnús Þorsteinsson kom gestunum yfir á 70. mínútu eftir skemmtilega takta en tíu mínútum síðar náði Ágúst Gylfason að jafna metin fyrir Framara úr vítaspyrnu.Bæði lið fengu talsvert af dauðafærum en hvorugt liðið náði þó að nýta þau og því geta þau kannski verið sátt með að deila stigunum á milli sín.
Keflvíkingar eru með 11 stig í 7. sæti deildarinnar og hörð fallbarátta blasir við liðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024