Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn eitt jafnteflið hjá Grindavík
Josip Zeba var rekinn af velli í leiknum í dag eftir glórulaust brot. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 17:42

Enn eitt jafnteflið hjá Grindavík

Grindvíkingar héldu til Ólafsvíkur þar sem þeir léku gegn Víkingi í Lengjudeild karla. Grindavík komst í 2:0 en missti forystuna niður í 2:2 jafntefli.

Aron Jóhannsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Grindvíkingar leiddu 1:0 þegar gengið var til búningsklefa.

Víkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik (53') en rifu sig í gang og minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á 66. mínútu gerði Josip Zeba sig sekan um algert dómgreindarleysi þegar hann virtist gefa andstæðingi sínum olnbogaskot og fékk að líta rauða spjaldið. Brotið átti sér stað þegar Víkingar voru að taka aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi svo olnbogaskotið var algerlega glórulaust.

Manni fleiri tókst Víkingum að jafna leikinn á 77. mínútu og þar við sat.

Grindvíkingar sitja í sjötta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þór en eiga leik gegn Keflavík til góða.